Jesper Lindström er að ganga til liðs við Everton á eins árs lánssamningi frá Napoli sem inniheldur kaupmöguleika.
Hinn 24 ára gamli Lindström leikur sem sóknartengiliður að upplagi og stóðst læknisskoðun hjá Everton í gær.
Everton borgar 2,5 milljón evra fyrir lánssamninginn og getur svo keypt leikmanninn fyrir 22,5 milljónir til viðbótar.
Lindström er fjölhæfur leikmaður og gerði frábæra hluti með Eintracht Frankfurt í þýska boltanum áður en hann var fenginn til Napoli í fyrra, en hefur átt erfitt uppdráttar í ítalska boltanum og var ekki valinn í danska landsliðshópinn fyrir EM í Þýskalandi.
Þegar hann var enn hjá Frankfurt var Lindström meðal annars eftirsóttur af Liverpool, en kaus að skipta frekar yfir til Napoli til að fá meiri spiltíma - sem hann fékk svo afar lítið af.
Athugasemdir