Mikið hefur verið rætt um áhuga Atlético Madrid á þýska framherjanum Niclas Füllkrug, sem er 31 árs gamall og á tvö ár eftir af samningi hjá Borussia Dortmund.
Dortmund ætlar þó ekki að selja framherjann sinn þar sem Nuri Sahin, nýr þjálfari Dortmund, hefur stór áform fyrir hann þrátt fyrir kaup á framherjanum markaóða Serhou Guirassy.
„Füllkrug og Guirassy eru báðir gríðarlega mikilvægir fyrir áform mín fyrir næsta tímabil," segir Sahin.
„Fülle veit hvað mér finnst um hann, við vorum liðsfélagar í Werder Bremen og ég hef miklar mætur á honum. Við viljum vera með sem sterkastan leikmannahóp á næstu leiktíð."
Füllkrug var keyptur til Dortmund í fyrra fyrir um 15 milljónir evra og kom að 26 mörkum í 46 leikjum á sínu fyrsta tímabili með félaginu.
Athugasemdir