
Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Samantha Rose Smith ('25)
2-0 Birta Georgsdóttir ('28)
2-1 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('32)
3-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('43)
1-0 Samantha Rose Smith ('25)
2-0 Birta Georgsdóttir ('28)
2-1 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('32)
3-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('43)
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
Toppslagur Bestu deildar kvenna fór fram í kvöld og bauð fyrri hálfleikurinn upp á mikla skemmtun.
Heimakonur í liði Breiðabliks voru talsvert sterkari aðilinn og fengu frábær marktækifæri áður en Samantha Rose Smith tók forystuna með skalla eftir hornspyrnu.
Birta Georgsdóttir tvöfaldaði forystuna skömmu síðar eftir góðan undirbúning frá Öglu Maríu Albertsdóttur og svo liðu aðeins nokkrar mínútur í viðbót áður en gestirnir minnkuðu muninn.
Þar var Álfhildur Rósa Kjartansdóttir á ferðinni. Hún vann boltann hátt uppi á vallarhelmingi Blika og gerði vel að klára með marki.
Það virtist meðbyr vera með gestunum á lokamínútunum fyrir leikhlé en þess í stað refsaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir með marki eftir fyrirgjöf frá Barbáru Sól Gísladóttur og vandræðagang í vörn Þróttara.
Síðari hálfleikurinn var nokkuð fjörugur þó að hvorugu liði hafi tekist að skora. Bæði lið fengu góð færi en inn vildi boltinn ekki.
Lokatölur urðu því 3-1 fyrir Breiðablik sem er með þriggja stiga forystu á Þrótt í titilbaráttunni. Blikar eiga 28 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir