Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   lau 24. ágúst 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Juve hefur titilvörnina | Stórleikur í Flórens
Ítalski boltinn fer af stað í dag þegar Ítalíumeistarar Juventus heimsækja Parma í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Maurizio Sarri verður ekki með Juventus vegna lungnabólgu sem hann greindist með á dögunum. Aaron Ramsey verður heldur ekki með því hann er tæpur vegna meiðsla. Hann spilaði aðeins 20 mínútur á undirbúningstímabilinu, í síðasta æfingaleik.

Seinni leikur dagsins fer fram í Flórens. Þar eigast Fiorentina og Napoli við í afar áhugaverðri viðureign.

Fiorentina átti slakt tímabil í fyrra en nýr eigandi félagsins gerði það að forgangsmáli að halda lykilmönnum innan félagsins. Franck Ribery og Kevin-Prince Boateng eru þá komnir ásamt Erick Pulgar en Jordan Veretout var seldur til Roma.

Carlo Ancelotti byrjar sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá Napoli en honum tókst ekki að veita Juventus alvöru samkeppni í fyrra.

Laugardagur:
16:00 Parma - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Fiorentina - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 14 9 1 4 28 13 +15 28
2 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
3 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 14 6 7 1 19 7 +12 25
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
10 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner