Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 24. ágúst 2019 19:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við viljum halda áfram að bæta í og safna stigum
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu góða heimsókn að norðan þegar magnaðir Magnamenn litu við á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildarinnar í dag.
Fyrir leikinn í dag höfðu Njarðvíkingar ekki verið að sækja mörg stig síðustu vikur en það átti eftir að breytast í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Virkilega sáttur, frábær karakter í okkar liði í dag og við vorum bara frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu frábærir og dómineruðum leikinn að mínu viti allan leikinn þannig við erum bara virkilega sáttir og svo er þetta líka lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og mjög mikilvægt fyrir okkar baráttu og núna erum við bara komnir í þennan pakka sem að við ætlum að fara enn ofar úr." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Gríðarlega mikilvæg stig sem Njarðvíkingar voru sað sækja sér í fallbáráttunni en hversu mikilvæg eru þau fyrir Njarðvíkinga?
„Þau verða einfaldlega það mikilvæg að þegar flautað verður til leiksloka í síðasta leik að við höldum okkur uppi, það er einfaldlega þannig og það mikilvæg eru þau og líka bara karakter í liðinu eins og sást á vellinum, við vorum frá fyrstu mínútu til síðustu mjög góðir, hlupum mikið og vorum ofan í öllum boltum og þeir áttu liggurvið ekki einn einasta annan bolta í leiknum og við vorum bara virkilega sáttir við okkar eigin framistöðu."

Njarðvíkingar eiga í næstu leikjum leiki við liðin sem eru í sömu baráttu og þeir en ásamt því að vinna Magna í dag eiga þeir leiki við Aftureldingu og Hauka í næstu umfeðrum og því ekki úr vegi að spyrja hvort þetta sé ekki mikilvægasti kafli tímabilsins núna.
„Hver einasti leikur er mikilvægur og við höfum viljað gera betur í mörgum leikjum og höfum talið okkur getað gert betur í mörgum leikjum og í dag er svo sem framhald af þessum leikjum sem við höfum verið sáttir við. Við höfum verið að spila vel og frá júlí byrjun höfum við verið að spila flottann fótbolta og verið kraftur í okkar liði og við höfum líka haldið bara einbeitingu og haus í þessu og það hefur skilað okkur ágætis leikjum en ekki fengið mikið út úr þeim hingað til en í dag fengum við aftur þrjú stig og þau eru mjög dýr."

Magni jafnaði seint í leiknum en Njarðvíkingar svöruðu því strax.
„Það var nátturlega algjör óþarfi hjá okkur að fá á okkur mark einum fleiri og allt það en það endurspeglar kannski líka hvernig liðið er og við náum að fylgja eftir og sem dæmi var það annar bolti, boltinn fer þarna í slá og Ari klárar hann inn og það var mjög sætt og mjög sterkt líka bara að klára þetta bara strax en ekki eftir einhverjar aðrar mínútur og fljótir að klára það og svo fengu þeir þarna dauðafæri í lokin sem að Gunnar er vanur að skora úr en hann skoraði þrjú á móti okkur í fyrri leiknum og ekkert í dag."

Ákveðnir spekingar hafa verið duglegir að ræða um Njarðvíkurliðið í hlaðvarpsþáttum og öðru þar sem meðal annars hefur verið gengið það langt að nánast ráða annan mann í brúnna hjá Njarðvík en Rafn Markús segir það ekki trufla sig.
„Nei við erum að spila hérna og erum að spila ágætis bolta og það angrar mig ekki eitt eða neitt hvað aðrir eru að tala um, við erum bara í fínum málum hérna bæði í leikjum og á æfingarsvæðinu og annað þannig við höldum okkar striki og erum ánægðir með okkar lið og eins og ég sagði þá höfum við verið að spila vel en það hefur ekki verið að detta og það er nátturlega ekki gott en við viljum halda áfram að bæta í og safna stigum, við þurfum fleirri stig í viðbót og vonandi kemur það í næsta leik."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner