Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 24. ágúst 2019 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Höskulds mjög ósáttur: Ætlar að taka leikinn af okkur
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að sjálfsögðu hrikalega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn Þór í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

„Við hlupum, djöfluðumst og vorum töluvert betra liðið. Þeir áttu einn stuttan kafla, annars fannst mér við ganga frá Þórsurunum í dag. Mér fannst við töluvert betri, þeir skapa sér eiginlega engin færi fyrir utan markið."

„Við erum einum færri í 60 mínútur, þeir detta niður 3-4 með krampa á meðan mér finnst við hlaupa yfir þá. Þeir eru einum fleiri og halda boltanum meira í seinni hálfleiknum, en eru ekki hættulegir í eina sekúndur. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta."

Það dró heldur betur til tíðinda tæpum 10 mínútum eftir að Þórsarar komust yfir í leiknum. Þá fékk Bjarki Aðalsteinsson, miðvörður Leiknis, rauða spjaldið. Við þann dóm voru Breiðhyltingar afar ósáttir við.

„Þetta er eitt glórulausasta atvik sem ég hef séð. Hann ætlar bara að taka leikinn af okkur. Það er línuvörðurinn sem kallar þetta, það er einhver bekkjarfélagi þeirra í skólanum, píparinn á Akureyri var að dæma þetta. Þetta er til háborinnar skammar."

Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn. Á samfélagsmiðlinum Twitter var birt mynd af honum í Þórsbúningi. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson setur ummæli við myndina: „Þessi mynd hlýtur að vera eitthvert sprell. Sigurður er ekki Þórsari - hvað sem ykkur kann að finnast um hann í dag!"

Sigurður, þjálfari Leiknis, var samt sem áður spurður út í myndina.

„Þetta er gjörsamlega til skammar. Hann var í alls konar vitleysu þessi blessaði drengur. Þetta er óboðlegt og á ekki að sjást."

Leiknir er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum frá öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Um framhaldið sagði Sigurður: „Við erum á hörkuflugi. Það hefði verið gaman að fá þrjú punkta í dag, en við erum sáttir með eitt stig. Við vinnum næsta leik og sjáum svo til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner