Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 24. ágúst 2019 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Höskulds mjög ósáttur: Ætlar að taka leikinn af okkur
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að sjálfsögðu hrikalega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn Þór í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

„Við hlupum, djöfluðumst og vorum töluvert betra liðið. Þeir áttu einn stuttan kafla, annars fannst mér við ganga frá Þórsurunum í dag. Mér fannst við töluvert betri, þeir skapa sér eiginlega engin færi fyrir utan markið."

„Við erum einum færri í 60 mínútur, þeir detta niður 3-4 með krampa á meðan mér finnst við hlaupa yfir þá. Þeir eru einum fleiri og halda boltanum meira í seinni hálfleiknum, en eru ekki hættulegir í eina sekúndur. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta."

Það dró heldur betur til tíðinda tæpum 10 mínútum eftir að Þórsarar komust yfir í leiknum. Þá fékk Bjarki Aðalsteinsson, miðvörður Leiknis, rauða spjaldið. Við þann dóm voru Breiðhyltingar afar ósáttir við.

„Þetta er eitt glórulausasta atvik sem ég hef séð. Hann ætlar bara að taka leikinn af okkur. Það er línuvörðurinn sem kallar þetta, það er einhver bekkjarfélagi þeirra í skólanum, píparinn á Akureyri var að dæma þetta. Þetta er til háborinnar skammar."

Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn. Á samfélagsmiðlinum Twitter var birt mynd af honum í Þórsbúningi. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson setur ummæli við myndina: „Þessi mynd hlýtur að vera eitthvert sprell. Sigurður er ekki Þórsari - hvað sem ykkur kann að finnast um hann í dag!"

Sigurður, þjálfari Leiknis, var samt sem áður spurður út í myndina.

„Þetta er gjörsamlega til skammar. Hann var í alls konar vitleysu þessi blessaði drengur. Þetta er óboðlegt og á ekki að sjást."

Leiknir er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum frá öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Um framhaldið sagði Sigurður: „Við erum á hörkuflugi. Það hefði verið gaman að fá þrjú punkta í dag, en við erum sáttir með eitt stig. Við vinnum næsta leik og sjáum svo til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner