Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 24. ágúst 2023 19:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Þrekvirki unnið í Ohrid - „Seinni hálfleikurinn sá furðulegasti sem ég hef tekið þátt í"
,,,Alls ekki sjálfgefið að Breiðablik fari hérna og vinni"
Leikmennirnir stóðust alvöru próf
Leikmennirnir stóðust alvöru próf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann er búinn að vera frábær síðan ég kom í félagið og heldur því bara áfram
Hann er búinn að vera frábær síðan ég kom í félagið og heldur því bara áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er sigur þessara drengja, eingöngu, og hópsins alls.
Þetta er sigur þessara drengja, eingöngu, og hópsins alls.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fara með þetta forskot í seinni leikinn
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fara með þetta forskot í seinni leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er gríðarlega stoltur af liðinu, þetta var alvöru próf sem það var sett í dag, þeir stóðust það og ég gæti ekki verið stoltari. Við lögðum upp með að fara með gott veganesti fyrir seinni leikinn heima og það tókst," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 útisigur gegn Struga í fyrri leik liðanna í umspilinu fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikurinn fór fram í Ohrid í Norður-Makedóníu.

Lestu um leikinn: FC Struga 0 -  1 Breiðablik

Furðulegasti hálfleikur sem ég hef tekið þátt í
„Mér fannst við dálítið flatir í fyrri hálfleik og gáfum þeim heldur mikið frumkvæði, vorum eitthvað hræddir við völlinn, fljótir að fara langt og náðum ekki alveg að tengja okkur saman. En mér fannst við hafa ágætis stjórn á þeim, svo skorar Höggi frábært mark, frábært einstaklingsframtak og við siglum þessu inn í hálfleik frekar auðveldlega," sagði þjálfarinn.

„Svo er seinni hálfleikurinn sá furðulegasti sem ég hef nokkurn tímann tekið þátt í. Það kom bara stormur á annað markið, við spiluðum á móti vindi allan seinni hálfleikinn. Það var blanda af miklum vindi, mold og möl sem fauk yfir völlinn og seinni hálfleikurinn var virkilega erfiður. Það reyndi á menn, þeir þurftu að draga fram alla reynslu, þekkingu, hörku og allan karakter sem til er til að klára þetta. En þeir gerðu það og bara frábært hjá þeim."

Íslendingar talað liðið niður
Þú ert kannski enn stoltari af þeim að hafa klárað þetta í þessum aðstæðum?

„Ég verð að segja það já, ég er gríðarlega stoltur. Þetta er sigur þessara drengja, eingöngu, og hópsins alls. Ótrúlega vel gert hjá þeim. Það er þrekvirki að fara á þennan völl, á móti þessum andstæðingi, á þessum tímapunkti, á þessum stað í keppninni og vinna. Mörgum Íslendingum finnst þetta vera eitthvað grínlið og það hefur verið talað niður, en þetta er virkilega gott lið og alls ekki sjálfgefið að Breiðablik fari hérna og vinni. Ég er gríðarlega stoltur."

Allra-keppna-Höggi
Höskuldur elskar að skora í Evrópu og var þetta hans sjötta mark í níu Evrópuleikjum í sumar. Er hægt að tala um Evrópu-Högga?

„Ég veit það ekki, er hann ekki bara allra-keppna-Höggi? Það skiptir ekki máli hvort að hann sé að spila á Íslandi eða Evrópu. Hann er búinn að vera frábær síðan ég kom í félagið og heldur því bara áfram. Hann leiðir með frábæru fordæmi sem fyrirliði. Þetta mark var stórkostlegt og virkilega gaman að sjá hann gera þetta á þessu sviði. Meiriháttar vel gert og ekki í fyrsta skiptið sem hann kemur sterkur inn fyrir okkur þegar kemur að markaskorun."

Gríðarlega mikilvægt að fara á Kópavogsvöll með forskot
Hvernig er tilfinningin að fara með forskot inn á Kópavogsvöll?

„Hún er virkilega góð. Það er alveg ljóst að þessi leikur í dag telur ekki neitt ef við spilum ekki vel á Kópavogsvelli. Við þurfum að ná góðri frammistöðu þar, hafa stjórn á þeim leik og vinna hann til að þessi frammistaða telji að fullu."

„En auðvitað er mjög góð tilfinning að hafa farið, líka í ljósi þess hvernig síðasta leikur hjá okkur á útivelli í Evrópu var, og unnið leikinn. Þetta er virkilega sætur sigur og virkilega gott veganesti. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fara með þetta forskot í seinni leikinn."


Óhugnanlega þreyttir
Hvernig er hópurinn að koma út úr þessum leik? Eru allir heilir?

„Það eru allir heilir, en menn eru óhugnanlega þreyttir og lúnir. En það er enginn meiddur sem er frábært. En svo bara kemur í ljós á morgun, þá veit maður betur hvernig menn koma endanlega út úr þessum leik. Ég held að allir hafi sloppið."

Enginn nálægt banni
Það voru einhverjar vangaveltur hvort Damir Muminovic væri kominn í bann vegna fjölda gulra spjalda. Er það staðan?

„Nei, það þarf þrjú gul spjöld og þetta virkar einhvern veginn þannig að ef þú færð ekki gult spjald tvo leiki í röð þá hverfur eitt spjald. Það er enginn nálægt því að fara í bann hjá okkur," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner