Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 24. september 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Flýta fyrir viðureign Liverpool og Arsenal vegna lokana á pöbbum
Mynd: Sky
Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn og átti hann að fara af stað klukkan 20:15 að staðartíma (19:15 að íslenskum).

Enska úrvalsdeildin samþykkti að færa leikinn aftur um stundarfjórðung svo hann yrði örugglega búinn fyrir klukkan 22:00. Hann hefst því 19:00 að íslenskum tíma.

Þetta er gert vegna reglubreytinga á Englandi sem skylda bari, veitinga- og skemmtistaði til að loka dyrum sínum klukkan 22:00 til að sporna við frekari dreifingu Covid-19 veirunnar.

Sky, sem er með sýningarréttinn á leiknum, og enska úrvalsdeildin ákváðu í sameiningu að þetta væri besta lausnin til að forðast vandamál á pöbbum landsins þegar fótboltaþyrstum lýðnum yrði hent út fyrir laukaflautið.
Athugasemdir
banner
banner
banner