Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 24. september 2021 22:09
Brynjar Ingi Erluson
„Við erum ekki með svona vopn"
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki vera með vopn eins og Romelu Lukaku í hópnum sínum.

Guardiola talaði um það í allt sumar að hann þyrfti framherja fyrir tímabilið. Man City reyndi við Harry Kane, framherja Tottenham, en Daniel Levy, eigandi félagsins, vildi fá 150 milljónir punda.

City var ekki reiðubúið að greiða þá upphæð. Félagið missti Sergio Aguero frá félaginu á frjálsri sölu en hann segir að liðið sé ekki með vopn eins og Chelsea, Tottenham og Man Utd.

„Við náðum að lifa af án Aguero og það aðeins með því hvernig við spilum. Það eru tveir möguleikar sem við erum með núna. Við getum kvartað eða sagt að við höfum ótrúlega leikmenn," sagði Guardiola.

„Við erum ekki með vopn sem önnur lið eins og Chelsea, Man Utd og Tottenham hafa, þannig að við sem lið verðum að nota það sem við höfum."

„Við erum ekki með leikmann sem skorar 25 deildarmörk upp á eigin spýtur þannig við verðum að gera þetta sem lið og við munum reyna það á þessu tímabili,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner