Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. september 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
2000 stuðningsmenn Liverpool ætla í mál við UEFA
Mynd: EPA

Rétt tæplega 2000 stuðningsmenn Liverpool hafa komið sér saman um að leggja fram kæru á hendur UEFA eftir atburðina sem áttu sér stað í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í sumar.


Úrslitaleikurinn var haldinn í París, höfuðborg Frakklands, og virtist lítið sem ekkert skipulag vera í kringum leikinn. Stuðningsmenn á leið til og frá vallar voru auðveld bráð fyrir heimamenn í París sem gripu tækifærið og rændu alskonar munum og glingri af áhorfendum.

Sumir áhorfendur lentu í átökum við glæpahópana og voru einhverjir sem slösuðu sig. Viðbrögð UEFA við ástandinu voru hörmuleg og hafa verið gagnrýnd harkalega, þar sem evrópska knattspyrnusambandið firrti sig allri ábyrgð í fyrstu yfirlýsingum sínum og kenndi áhorfendum og lögreglunni í París alfarið um.

Lögmannaskrifstofurnar Bingham og Pogust Goodhead hafa tekið höndum saman til að ákæra UEFA í ýmsum liðum, meðal annars fyrir vanrækslu gagnvart öryggi áhorfenda sem urðu bæði fyrir líkamlegum og andlegum skaða.

Liverpool FC er búið að safna tæplega 9 þúsund vitnisburðum frá áhorfendum á úrslitaleiknum sem munu fygja með ákærunni.

UEFA sá að sér eftir atvikið í sumar og bað bæði félög afsökunar en stuðningsmönnum finnst það ekki vera nóg og ætla að fara lengra með málið.


Athugasemdir
banner
banner