Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. september 2022 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate heppinn að hafa náð góðum árangri í fortíðinni
Mynd: Getty Images

Englendingar eru æfir yfir slæmu gengi landsliðsins í Þjóðadeildinni. Gareth Southgate landsliðsþjálfari er heppinn að hafa náð góðum árangri á síðustu stórmótum vegna þess að annars væri mögulega búið að reka hann úr starfi rétt fyrir lokamót HM.


England var talið meðal sigurstranglegustu liðanna fyrir HM í Katar en hrikalega slæmt gengi í Þjóðadeildinni hefur varpað efasemdum á leikmannahópinn og opnað á gagnrýni á stjórnunarhætti Southgate.

Southgate hefur verið gangrýndur harkalega síðustu vikur þar sem Englandi hefur tekist að tapa tvisvar gegn Ungverjalandi og einu sinni gegn Ítalíu fyrir lokaumferðina. Enska liðið er aðeins með tvö stig og markatöluna 1-7 eftir fimm umferðir.

England heimsótti ítalska landsliðið í gærkvöldi og tapaði þeirri viðureign 1-0. Englendingar voru ósannfærandi í leiknum en geta bætt upp fyrir það þar sem þeir eiga heimaleik gegn Þjóðverjum á mánudaginn.

Enska landsliðið hefur ekki átt svona slæman kafla í átta ár þar sem liðið hefur verið án sigurs í fimm leiki í röð. Slæmt gengi kemur á óvart þar sem hæfileikaríkir landsliðsmenn Englands eru í harðri baráttu um byrjunarliðssætin í liðinu. Hart er barist um hverja stöðu og því vita leikmenn að þeir verða að grípa tækifærið þegar það gefst. Þrátt fyrir það hefur enginn leikmaður gripið tækifærið í Þjóðadeildinni.

Áhorfendur hafa baulað landsliðið af velli síðustu tvo leiki og er heimaleikurinn gegn Þjóðverjum á mánudaginn gríðarlega mikilvægur fyrir landsliðið. Leikmenn þurfa sigur til að mæta með aukið sjálfstraust á HM.

England byrjar HM með leik gegn Íran 21. nóvember og er einnig í riðli með nágrönnum sínum í Wales og frændum sínum frá Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner