Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   sun 24. október 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man Utd tekur á móti Liverpool
Það eru þrír leikir á dagskrá í enska boltanum í dag og hefst sá síðasti klukkan 15:30. Þar eigast tvö sögufrægustu knattspyrnufélög Englands við, Manchester United og Liverpool.

Bæði njóta þessi félög gífurlegs stuðnings um allan heim og hafa unnið ógrynni titla í gegnum tíðina.

Nú virðast bæði félög vera á góðri braut en Liverpool hefur gengið gífurlega vel undir strangri leiðsögn Jürgen Klopp undanfarin ár á meðan Rauðu djöflarnir virðast nýlega vera byrjaðir að finna einhvern takt.

Liverpool er með 18 stig eftir 8 umferðir, fjórum stigum meira heldur en Man Utd sem er aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu þremur leikjum.

Rauðu djöflarnir þurfa því sigur og það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með gangi mála í þessum klassíska og óútreiknanlega fjandslag.

Fyrr um daginn eiga spútnik nýliðar Brentford heimaleik gegn Leicester á meðan öflugir lærisveinar David Moyes í West Ham mæta Tottenham í hörku grannaslag í höfuðborginni.

Leikir dagsins:
13:00 Brentford - Leicester
13:00 West Ham - Tottenham
15:30 Man Utd - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner