Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 24. október 2024 17:50
Kári Snorrason
Ingvar um bekkjarsetuna: Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Ingvar Jónsson stóð vaktina í marki Víkinga en hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Ótrúlega stoltur af liðinu, staffinu og klúbbnum. Ég held að við áttum okkur ekki á því hvað þetta er stórt. Þetta er risasigur fyrir klúbbinn og íslenskan fótbolta."

Ingvar hefur verið að deila markvarðarsætinu með Pálma Rafni.

„Auðvitað vill maður spila alla leiki, Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir og það er erfitt að gagnrýna það. Ég lét hann vita að ég hefði viljað spilað síðasta leik en svona er þetta."

„Pálmi er efnilegur markvörður og ég reyndi mitt besta að bíta í tunguna og styðja hann eins og ég gat. Það er enginn stærri en liðið."

Víkingar spila úrslitaleik í Bestu-deildinni gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag.


„Nú hefst undirbúningur fyrir þann leik. Ég held að það hafi allir sloppið við meiðsli, fyrir utan Halldór Smára greyið. Ég get ekki beðið eftir að sjá troðfullan Víkingsvöll og tryggja okkur titilinn fyrir framan okkar stuðningsfólk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner
banner