Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 24. október 2024 17:50
Kári Snorrason
Ingvar um bekkjarsetuna: Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Ingvar Jónsson stóð vaktina í marki Víkinga en hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Ótrúlega stoltur af liðinu, staffinu og klúbbnum. Ég held að við áttum okkur ekki á því hvað þetta er stórt. Þetta er risasigur fyrir klúbbinn og íslenskan fótbolta."

Ingvar hefur verið að deila markvarðarsætinu með Pálma Rafni.

„Auðvitað vill maður spila alla leiki, Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir og það er erfitt að gagnrýna það. Ég lét hann vita að ég hefði viljað spilað síðasta leik en svona er þetta."

„Pálmi er efnilegur markvörður og ég reyndi mitt besta að bíta í tunguna og styðja hann eins og ég gat. Það er enginn stærri en liðið."

Víkingar spila úrslitaleik í Bestu-deildinni gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag.


„Nú hefst undirbúningur fyrir þann leik. Ég held að það hafi allir sloppið við meiðsli, fyrir utan Halldór Smára greyið. Ég get ekki beðið eftir að sjá troðfullan Víkingsvöll og tryggja okkur titilinn fyrir framan okkar stuðningsfólk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner