Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjberg hefur slegið í gegn hjá Tottenham á þessu tímabili.  Höjberg kom til Tottenham frá Southampton á fimmtán milljónir punda í sumar og hefur hjálpað Spurs í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.  
                
                
                                    „Við seldum Kyle Walker-Peters á tólf þannig að nettóið þarna á milli eru þrjár. Þetta er business upp á tíu," sagði Ingimar Helgi Finsson, stuðningsmaður Tottenham, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.
„Ég var hrifinn af kaupunum og hann hefur mikil áhrif á alla inn á vellinum. Hann er leiðtögi. Hann öskrar menn áfram og fagnar tæklingum á miðjum velli. Þetta er greinilega maður sem Mourinho vildi mikið fá því það hefur vantað svona karaktera."
Vinnusemi Höjberg er mikil en hann var frábær í sigrinum á Manchester City um helgina.
„Hann er svo skítugur. Hann er til í að fara í drulluna og moka. Það er ofboðslega erfitt að eiga við svona kalla á miðjunni," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson í þættinum.
Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        

