Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 24. nóvember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Aron Kristófer Lárusson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
LOS.
LOS.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsvert betra að vera með Gumma í liði en á móti
Talsvert betra að vera með Gumma í liði en á móti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nökkvi Þeyr og Þorri Mar, lesendur fá að giska hvor sé hægra megin.
Nökkvi Þeyr og Þorri Mar, lesendur fá að giska hvor sé hægra megin.
Mynd: KA.is
Fyndnasti Íslendingurinn, umdeilanlegt.
Fyndnasti Íslendingurinn, umdeilanlegt.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Annar kóngur en ekki rasshaus, hinn hló bara og hélt áfram að spila.
Annar kóngur en ekki rasshaus, hinn hló bara og hélt áfram að spila.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer er Þórsari sem einnig hefur leikið með Völsungi og ÍA á sínum ferli. Um helgina lék hann sinn fyrsta leik fyrir KR en hann samdi við Vesturbæjarstórveldið í haust.

Aron er sonur Lárusar Orra Sigurðssonar sem lék um árabil sem atvinnumaður á Englandi. Hann hefur skorað níu mörk í 116 keppnisleikjum í meistaraflokki. Í dag sýnir hann á sér hina liðina.

Fullt nafn: Aron Kristófer

Gælunafn: Ronni, af og til

Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016 með Völsungi

Uppáhalds drykkur: Red bull

Uppáhalds matsölustaður: Matarhjallinn hjá Jóa og Eddu, finnur ekki betri mat né betra folk.

Hvernig bíl áttu: Ford Focus

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Oft reynt að svara þessu, það er einfaldlega ekki hægt

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West og Robbie Williams eru ofarlega allavega

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki á hlaðvörp

Fyndnasti Íslendingurinn: Jónas Björgvin

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “veit ekki”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Dalvík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Wout Droste á æfingum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Lárus Orri Sigurðsson, af því sem komið er

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðmundur Óli. Elska samt að spila við hann

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Steven Gerrard

Sætasti sigurinn: Keflavík 2-3 ÍA eða Völsungur 4-2 Ægir. Báðir rosalegir

Mestu vonbrigðin: Að tapa stóru leikjunum 2018

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Nacho Gil eða Orra Sig

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sveindís Jane og Hákon Haraldsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Nökkvi og Þorri gerðu vel í genalottóinu

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hulda Ösp

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Stefán Ljubicic

Uppáhalds staður á Íslandi: Þelamörk

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekki í leik vissulega en þegar ég mætti á mina fyrstu æfingu hjá ÍA og þekkti engann spurði ég Arnar Má hvað hann héti aftur. Hann horfði á mig og hló bara, hélt svo áfram að spila

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tek píluna og svo handboltaleiki af og til þegar félagarnir eru að spila

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Bara eitthvað sem passar, spái lítið í því hvað þeir heita

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið 2017 þegar ég vildi fá rangstöðu eftir markspyrnu. Það var ekkert spes..

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi sameina Hrafn Hallgrímsson og Leó Erni aftur. Ekkert nema þvæla sem kemur frá þeim tveim, sem er fínt í hófi. Óttar Bjarni væri þriðja valið til þess að koma okkur af eyjunni síðan. Vitleysan úr ungunum myndi mótivera Óttar vel til þess að komast heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Langamma mín hatar KR

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Árni Snær, hann var síðan bara kóngur ekki rasshaus

Hverju laugstu síðast: Man það hrienlega ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ætli það sé ekki bara hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi heyra í Scooter. Væri til í að komast að því hvað fiskurinn kostar


Bleikt fer Orra mjög vel.
Aron Kristófer: Geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner