Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 24. nóvember 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ég mun ekki íhuga framtíð mína ef við erum í C-deild
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Það voru stór tíðindi úr ensku úrvalsdeildinni síðasta föstudag þegar tíu stig voru tekin af Everton. Allt í einu eru þeir komnir á fallsvæðið í deildinni.

Úrvalsdeildarfélög mega í mesta lagi tapa 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil, en Everton tapaði rúmlega 120 milljónum frá árunum 2019 til 2022.

Félagið ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Refsingin er sú harðasta í sögu deildarinnar og er Everton eftir hana í næst neðsta sæti deildarinnar. Everton var fyrir frádráttinn með fjórtán stig í 14. sæti deildarinnar.

Núna er í rannsókn annað mál er varðar Manchester City. Í byrjun þessa var fjallað um stórar ásakanir á hendur City um að hafa ítrekað svindlað í fjárhagsmálum á árunum 2009-2018.

Hægt er að lesa um þær ásakanir hérna en það hefur ekki enn verið dæmt í því máli.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var spurður út í stigafrádrátt Everton og rannsóknina á City á fréttamannafundi í dag. Við þeim spurningum sagði hann:

„Það er ekki hægt að bera þessi mál saman. Þessi mál er eru alls ekki alveg eins. Mér líður eins og fólk vilji refsa City, en í augnablikinu erum við saklaus."

Guardiola var spurður að því hvað hann myndi gera ef City yrði refsað og myndi falla um deildir. Hann sagði þá að hann myndi ekki hætta hjá félaginu. „Ég mun ekki íhuga framtíð mína ef við erum í C-deild. Ég er þá líklegri til að vera áfram."

Man City er sakað um að hafa brotið fjárhagsreglur yfir 100 sinnum en líkt og áður kemur fram þá hefur ekki enn verið dæmt í málinu.
Athugasemdir
banner
banner