Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 24. nóvember 2025 22:56
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Zirkzee, Casemiro og Shaw þristaðir
Zirkzee nýtti ekki tækifærið fyrr í kvöld. Hann átti góðan skalla í síðari hálfleik sem Pickford varði meistaralega afturfyrir.
Zirkzee nýtti ekki tækifærið fyrr í kvöld. Hann átti góðan skalla í síðari hálfleik sem Pickford varði meistaralega afturfyrir.
Mynd: EPA
Fréttamaður Sky Sports sem skrifaði um leik Manchester United gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld gaf leikmönnum Rauðu djöflanna gríðarlega lágar einkunnir.

Man Utd var leikmanni fleiri nánast allan leikinn en tókst þó ekki að skora gegn tíu leikmönnum Everton, sem höfðu betur þökk sé marki frá Kiernan Dewsbury-Hall.

Fréttamaður Sky ákvað að þrista Joshua Zirkzee, Casemiro og Luke Shaw og gaf svo Senne Lammens markverði aðeins 4 í einkunn alveg eins og varamönnum liðsins.

Leny Yoro, sem gerði mistökin í eina marki leiksins, fær þó 5 í einkunn fyrir sinn þátt.

Kiernan Dewsbury-Hall skoraði eina mark leiksins og er valinn sem maður leiksins hjá Sky, með 9 í einkunn. Hann fær sömu einkunn og Jordan Pickford sem bjargaði Everton nokkrum sinnum.

Flestir liðsfélagar hans fá 8 í einkunn fyrir sinn þátt nema Idrissa Gana Gueye, sem fær 1 í einkunn fyrir að slá Michael Keane utanundir og láta reka sig af velli.

Man Utd: Lammens (4); Yoro (5), De Ligt (5), Shaw (3); Mazraoui (4), Casemiro (3), Fernandes (4), Dorgu (4); Amad (4), Zirkzee (3), Mbeumo (5)
Varamenn: Mount (4), Dalot (4), Mainoo (4)

Everton: Pickford (9); O'Brien (7), Tarkowski (8), Keane (8), Mykolenko (7); Gueye (1), Garner (7), Dewsbury-Hall (9); Ndiaye (8), Barry (8), Grealish (8)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
15 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner