Hörður Björgvin Magnússon er kominn aftur á fullt skrið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli undanfarin ár.
Hann hefur verið frábær í varnarlínu Levadiakos í gríska boltanum og lék allan leikinn í sigri gegn Volos fyrr í kvöld.
Þetta reyndist fjórði sigur Levadiakos í röð í fjórum leikjum sem Hörður hefur byrjað og fékk liðið þrjú mörk á sig í þessari sigurhrinu.
Levadiakos lenti undir í kvöld en tókst að snúa stöðunni við til að sigra. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá heimamönnum í tapliði Volos.
Levadiakos fer uppfyrir Volos á stöðutöflunni með þessum sigri. Hörður og félagar eru í fjórða sæti með 21 stig eftir 11 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Hjört og félaga.
Helgi Fróði Ingason var þá í byrjunarliði Helmond í 2-1 sigri gegn Jong Ajax í næstefstu deild í Hollandi.
Helgi spilaði fyrstu 73 mínúturnar og var skipt af velli í stöðunni 2-0. Helmond er í baráttu um umspilssæti fyrir efstu deild, með 22 stig eftir 17 umferðir.
Volos 1 - 2 Levadiakos
Helmond 2 - 1 Jong Ajax
Athugasemdir



