Espanyol 2 - 1 Sevilla
1-0 Pere Milla ('48 )
2-0 Roberto Fernandez ('84 )
2-1 Marcao ('86 )
1-0 Pere Milla ('48 )
2-0 Roberto Fernandez ('84 )
2-1 Marcao ('86 )
Espanyol tók á móti Sevilla í lokaleik helgarumferðarinnar í spænska boltanum og var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu færi til að skora.
Pere Milla tók forystuna fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og tók við langur kafli af varnarleik og þjáningu. Heimamenn vörðust hetjulega og náðu svo að tvöfalda forystuna á lokamínútunum.
Roberto Fernández Jaén skoraði þá glæsilegt mark eftir að liðsfélagar hans unnu boltann hátt uppi á vellinum. Hann sá að markvörður Sevilla var kominn af marklínunni og náði að lyfta boltanum skemmtilega yfir hann af um 25 metra færi.
Marcao minnkaði muninn tveimur mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu en gestunum frá Sevilla tókst ekki að gera jöfnunarmark.
Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Espanyol sem er að reynast spútnik lið tímabilsins á Spáni. Liðið, sem var í fallbaráttu á síðustu leiktíð, er í sjötta sæti með 21 eftir 13 umferðir. Espanyol bjargaði sér frá falli með sigri í lokaumferðinni á síðustu leiktíð.
Sevilla situr eftir um miðja deild með 16 stig.
Athugasemdir


