Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 24. desember 2025 00:06
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Palace bestur á Emirates
Walter Benitez átti stórleik á Emirates
Walter Benitez átti stórleik á Emirates
Mynd: Crystal Palace
Argentínumaðurinn Walter Benitez var besti maður vallarins er Crystal Palace datt úr leik í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins eftir tap fyrir Arsenal í vítakeppni á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Benitez, sem er varamarkvörður, átti margar frábærar vörslur í leiknum og hélt Palace á lífi.

Hann var valinn maður leiksins á FotMob með 9,2 í einkunn, en Jefferson Lerma kom næstur með 7,9 og Marc Guehi þar á eftir með 7,7.

Samkvæmt tölfræði FotMob kom hann í veg fyrir þrjú mörk, en alls átti hann sjö vörslur í leiknum.

Besti leikmaður Arsenal var Myles Lewis-Skelly með 7,5 í einkunn.

Einkunnir Arsenal: Kepa (6,3), Timber (7,3), Saliba (6,7), Calafiori (7,1), Lewis-Skelly (7,5), Eze (6,8), Norgaard (7,3), Merino (6,4), Martinelli (7,4), Jesus (6,9), Madueke (6,7)
.Varamenn: Trossard (5,9), Saka (6,5), Ödegaard (6,4).

Einkunnir Palace: Benitez (9,2), Richards (7,1), Lacroix (6,1), Guehi (7,1), Canvot (6,5), Mitchell (6,9), Lerma (7,9), Wharton (7), Pino (6,4), Nketiah (6,1), Mateta (7,1).
Varamenn: Clyne (6,6), Devenny (6,1), Hughes (6,7).
Athugasemdir
banner
banner