Rafinha Alcantara, fyrrum leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára að aldri, en hann greindi frá þessu í gær.
Rafinha er fæddur í Brasilíu en ólst upp á Spáni þar sem faðir hans, Mazinho, spilaði þar. Hann er yngri sonur Mazinho sem vann HM með Brasilíu árið 1994.
Hann fór í gegnum akademíu Barcelona og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í nóvember árið 2011.
Þessi sóknarsinnaði miðjumaður vann eftirminnilega þrennuna með Börsungum árið 2015 en alls vann hann átján titla með Barcelona, PSG og Al Arabi.
Hann lék 2 A-landsleiki með Brasiíu og skoraði eitt mark, en eldri bróðir hans, Thiago, ákvað að spila með Spáni. Thiago lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir að hafa spilað með Barcelona, Bayern München og Liverpool.
RAFINHA ALCÂNTARA ACABOU DE ANUNCIAR A APOSENTADORIA! ???????? Aos 32 anos, o volante campeão olímpico em 2016 deixou os gramados oficialmente, em função de uma grave lesão sofrida no joelho há pouco mais de um ano.
— TNT Sports BR (@TNTSportsBR) December 22, 2025
Thiago Alcântara se aposentou em 2024, agora foi a vez do irmão… pic.twitter.com/miqf1yQiGS
Athugasemdir


