Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 24. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skór Rafinha komnir upp í hillu - Vann þrennuna með Barcelona
Rafinha Alcantara er hættur í fótbolta
Rafinha Alcantara er hættur í fótbolta
Mynd: EPA
Rafinha Alcantara, fyrrum leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára að aldri, en hann greindi frá þessu í gær.

Rafinha er fæddur í Brasilíu en ólst upp á Spáni þar sem faðir hans, Mazinho, spilaði þar. Hann er yngri sonur Mazinho sem vann HM með Brasilíu árið 1994.

Hann fór í gegnum akademíu Barcelona og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í nóvember árið 2011.

Þessi sóknarsinnaði miðjumaður vann eftirminnilega þrennuna með Börsungum árið 2015 en alls vann hann átján titla með Barcelona, PSG og Al Arabi.

Hann lék 2 A-landsleiki með Brasiíu og skoraði eitt mark, en eldri bróðir hans, Thiago, ákvað að spila með Spáni. Thiago lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir að hafa spilað með Barcelona, Bayern München og Liverpool.


Athugasemdir
banner