Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 25. janúar 2021 09:10
Magnús Már Einarsson
Klopp vill að Liverpool semji við Alaba
Powerade
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag en vika er í að félagaskiptaglugginn loki.



Arsenal greiðir Real Madrid 1,8 milljón punda til að fá Martin Ödegaard á láni út tímabilið. Arsenal er ekki með klásúlu um að geta keypt Ödegaard næsta sumar. (Times)

Arsenal hefur áfram áhuga á Emiliano Buendia (24) hjá Norwich þrátt fyrir að Ödegaard sé á leiðinni. (Football.London)

Real Madrid gæti snúið sér að Erling Braut Haaland (20), framherja Dortmund, eftir að Kylian Mbappe (22) sagðist vera mjög ánægður hjá PSG. Chelsea og Manchester United vilja líka fá Haaland. (Express)

Erik Garcia (20) varnarmaður Manchester City og Gini Wijnaldum (30) miðjumaður Liverpool eru áfram efstir á óskalista Barcelona en þeir verða samningslausir í sumar. (Mirror)

WBA er í viðræðum við Crystal Palace um að fá framherjann Christian Benteke (30). (Sky Sports)

Burnley hefur áhuga á Joe Worrall (24) fyrirliða Nottingham Forest. (Mirror)

Ahmed Musa (28) fyrrum framherji Leicester mun æfa með WBA í vikunni en hann er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Al Nassr í Sádi-Arabíu. (Express and Star)

Crystal Palace hefur áhuga á Demarai Gray (24) kantmanni Leicester. Gray verður samningslaus í sumar en hann má fara á 1,8 milljón punda í þessum mánuði. (The Times)

Newcastle er að bæta Graeme Jones við þjálfarateymið til að reyna að hjálpa til við að snúa gengi liðsins við. (Telegraph)

Framtíð Cenk Tosun (29) hjá Everton er í óvissu en hann var ekki í hóp í bikarleiknum gegn Sheffield Wednesday í gær. (Liverpool Echo)

Chelsea gæti ennþá lánað miðjumanninn Billy Gilmour (19) þó að hann hafi byrjað gegn Luton í enska bikarnum í gær. (Mail)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur beðið stjórn félagsins að missa ekki af tækifærinu á að fá David Alaba (28) varnarmann Bayern Munchen þegar hann verður samningslaus í sumar. (Don Balon)

Liverpool virðist vera að landa Kaide Gordon (16) framherja Derby á meira en eina milljón punda en Manchester United og Tottenham hafa einnig sýnt áhuga. (Telegraph)

Dony van de Beek (23) miðjumaður Manchester United er tilbúinn að bíða þolinmóður eftir fleiri tækifærum hjá félaginu. (Times)
Athugasemdir
banner
banner