Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 25. janúar 2022 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu stórbrotið mark Gabadinho gegn Marokkó
Gabadinho Mhango, leikmaður Malaví, skoraði stórkostlegt mark og kom liðinu yfir gegn Marokkó í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar nú rétt í þessu.

Gabadinho er 29 ára gamall framherji og spilar fyrir Orlando Pirates í Suður-Afríku.

Hann fékk boltann af 40 metrunum og ákvað að láta reyna á markið og úr varð þetta stórkostlega mark.

Hægt er að sjá það hér fyrir neðan en þetta er klárlega eitt af mörkum keppninnar til þessa.

Markið má sjá hér
Athugasemdir