Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 25. janúar 2023 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Mílanó-liðin skrefi nær því að komast í undanúrslit - Guðný lagði upp sigurmark
Kvenaboltinn
Guðný Árnadóttir lagði upp sigurmark Milan
Guðný Árnadóttir lagði upp sigurmark Milan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Guðný Árnadóttir lagði upp sigurmark AC Milan í 1-0 sigrinum á Fiorentina í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í dag.

Guðný spilaði allan leikinn í liði Milan og lagði upp sigurmarkið fyrir Martinu Piemonte á 73. mínútu.

Milan er í því í góðri stöðu fyrir síðari undanúrslitaleikinn sem fer fram 7. eða 8. febrúar á heimavelli Milan.

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði allan leikinn í liði Milan.

Anna Björk Kristjánsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Inter sem vann Sampdoria, 3-2.

Sara Björk Gunnarsdóttir er þá ekki í leikmannahópi Juventus sem er að vinna Chievo, 3-0, á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner