Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 25. janúar 2024 11:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur Íslands og Ísrael fer fram í Búdapest (Staðfest)
Ísland spilar við Ísrael í Búdapest.
Ísland spilar við Ísrael í Búdapest.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Ísrael í umspili fyrir Evrópumótið mun fara fram í Búdapest í Ungverjalandi.

UEFA staðfesti þetta í dag en ekki er hægt að leika í Ísrael út af stríðsátökum. Því verður spilað á hlutlausum velli.

Leikurinn, sem er fer fram þann 21. mars næstkomandi, verður leikinn á Szusza Ferenc Stadion í Búdapest.

Ef við vinnum Ísrael í undanúrslitaeinvíginu þá mætum við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleiknum. Úkraínumenn voru dregnir í B-leiðina en þeir hefðu líka getað farið í A-leiðina.

Undanúrslitin fara fram 21. mars og úrslitaleikurinn fer fram 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner