City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
   þri 25. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Icelandair
Hlín á æfingu Íslands í gær.
Hlín á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín lætur finna fyrri sér gegn Sviss.
Hlín lætur finna fyrri sér gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan á móti Sviss var kannski ekki okkar besta en við getum tekið eitthvað jákvætt með okkur og svo höldum við bara áfram," sagði Hlín Eiríksdóttir kantmaður Íslands við Fótbolta.net en Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudaginn.

Framundan er leikur við Frakka í Le Mans klukkan 20:10 í kvöld.

„Það er alveg viðbúið að þær frönsku verði kannski slatta með boltann. Við erum búnar að fara yfir þær og hvernig þær spila. Það er hellings pláss á móti þeim og það er okkar að nýta það sem best," sagði Hlín.

„Norska liðið stóð mjög vel í þeim og hefðu átt skilið að taka meira með sér en ekkert stig úr þeim leik. Það eru því möguleikar en það verður erfitt og við þurfum að eiga okkar besta dag."

Snýst þetta kannski svolítið um sjálfstraust, að vita að þið getið gert eitthvað á móti þeim?

„Já, algjörlega. Það er gott að sjá að það eru göt í þeirra varnarleik. Það eru risastór svæði sem geta verið opin á móti þeim og við þurfum að fara inn í þau svæði á réttum tímapunktum og nýta okkur það sem best."

Nánar er rætt við Hlín i spilaranum að ofan þar sem hún ræðir félagaskiptin óvæntu til Leicester City
Athugasemdir
banner
banner