Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 25. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Kvenaboltinn Icelandair
Hlín á æfingu Íslands í gær.
Hlín á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín lætur finna fyrri sér gegn Sviss.
Hlín lætur finna fyrri sér gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan á móti Sviss var kannski ekki okkar besta en við getum tekið eitthvað jákvætt með okkur og svo höldum við bara áfram," sagði Hlín Eiríksdóttir kantmaður Íslands við Fótbolta.net en Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudaginn.

Framundan er leikur við Frakka í Le Mans klukkan 20:10 í kvöld.

„Það er alveg viðbúið að þær frönsku verði kannski slatta með boltann. Við erum búnar að fara yfir þær og hvernig þær spila. Það er hellings pláss á móti þeim og það er okkar að nýta það sem best," sagði Hlín.

„Norska liðið stóð mjög vel í þeim og hefðu átt skilið að taka meira með sér en ekkert stig úr þeim leik. Það eru því möguleikar en það verður erfitt og við þurfum að eiga okkar besta dag."

Snýst þetta kannski svolítið um sjálfstraust, að vita að þið getið gert eitthvað á móti þeim?

„Já, algjörlega. Það er gott að sjá að það eru göt í þeirra varnarleik. Það eru risastór svæði sem geta verið opin á móti þeim og við þurfum að fara inn í þau svæði á réttum tímapunktum og nýta okkur það sem best."

Nánar er rætt við Hlín i spilaranum að ofan þar sem hún ræðir félagaskiptin óvæntu til Leicester City
Athugasemdir
banner
banner