Ítalska félagið Inter hefur mikinn áhuga á því að fá franska miðjumanninn Corentin Tolisso frá þýska félaginu Bayern München en þetta kemur fram á Sky.
Tolisso er 25 ára gamall en hann gekk til liðs við Bayern frá Lyon árið 2017 en hefur ekki átt fast sæti hjá þýsku meisturunum.
Samkvæmt Sky þá vill Tolisso yfirgefa þýska boltann og hefur Inter mikinn áhuga á að kaupa hann í sumar.
Tolisso hefur aðeins spilað þrettán leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark.
Þá á hann 21 landsleik og 1 mark að baki fyrir franska landsliðið en hann var einmitt í hópnum sem vann HM í Rússlandi fyrir tveimur árum.
Athugasemdir