Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. mars 2020 15:20
Magnús Már Einarsson
Keppinautar Man City þrýsta á að félagið fari í bann
Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni.
Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Átta af tíu efstu félögunum í ensku úrvalsdeildinni hafa skrifað bréf til að kalla eftir því að bann Manchester City frá Meistaradeildinni muni standa.

Manchester City var fyrr á árinu dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni eftir að hafa brotið félagaskiptareglur.

Manchester City ætlar að áfrýja banninu en á meðan að áfrýjun er í gangi gæti bannið frestast og liðið þá tekið þátt í Meistaradeildinni næsta vetur.

Þetta er eitthvað sem önnur félög í toppbaráttunni á Englandi eru ekki ánægð með.

Því hafa átta af tíu efstu liðunum á Englandi skrifað bréf til lögfræðifyrirtækis sem mun í kjölfarið ræða við íþróttadómstóls Evrpóu. Af topp tíu liðunum er Sheffield United það eina sem skrifaði ekki undir bréfið ásamt City.
Athugasemdir
banner