Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   mið 25. mars 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Union Berlin í launalaust frí
Ástandið er slæmt hjá ýmsum knattspyrnufélögum um þessar mundir enda allur fótbolti stopp vegna kórónuveirunnar.

Union Berlin getur ekki haldið sér á floti án fótboltaleikja og hafa allir leikmenn aðalliðsins samþykkt að fara í launalaust frí til að bjarga félaginu.

Aðrir starfsmenn félagsins hafa skrifað undir nýja skammtímasamninga og tekið á sig verulegar launalækkanir.

Ólíklegt er að þetta ástand þurfi að halda lengi áfram en þýsk knattspyrnuyfirvöld, í samstarfi við Meistaradeildarfélög þýska boltans, munu dæla 65 milljónum evra til að halda smærri félögum sem eiga í fjárhagsvandræðum á floti.

Union Berlin er nýliði í efstu deild og situr í ellefta sæti sem stendur, sjö stigum frá Evrópusæti og átta stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
3 RB Leipzig 9 6 2 1 16 9 +7 20
4 Stuttgart 9 6 1 2 13 7 +6 19
5 Leverkusen 8 5 2 1 18 11 +7 17
6 Eintracht Frankfurt 9 4 1 4 21 19 +2 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
10 Werder 9 3 2 4 12 17 -5 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 Mainz 9 2 1 6 10 16 -6 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 15 -7 7
16 Heidenheim 9 2 1 6 8 16 -8 7
17 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
18 Gladbach 9 1 3 5 7 18 -11 6
Athugasemdir