Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   fös 25. mars 2022 13:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn: Sara og Elín í hópnum
Icelandair
Sara Björk er komin aftur eftir barneign
Sara Björk er komin aftur eftir barneign
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta snýr aftur.
Elín Metta snýr aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var tilkynntur 23ja manna leikmannahópur kvennalandsliðsins fyrir leiki gegn Hvíta-Rússlandi (7. apríl í Belgrad) og Tékklandi (12. apríl í Teplice) í undankeppni HM.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, gerir þrjár breytingar á hópnum frá þeim hópi sem tók þátt á SheBelieves Cup í Bandaríkjunum í febrúar. Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir og Elín Metta Jensen koma inn í hópinn en Ásta Eir Árnadóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Karitas Tómasdóttir detta úr hópnum.

Hópurinn:
Markverðir
Sandra Sigurðardóttir - Valur - 40 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 7 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur

Varnarmenn
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 45 leikir
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 14 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 99 leikir, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 44 leikir
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 16 leikir, 1 mark
Sif Atladóttir - Selfoss - 86 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir - IFK Kalmar - 125 leikir, 3 mörk
Natasha Moraa Anasi - Breiðablik - 5 leikir, 1 mark

Miðjumenn
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 99 leikir, 33 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 87 leikir, 12 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 22 leikir, 3 mörk
Sara Björk Gunnarsdóttir - Olympique Lyonnis - 136 leikir, 22 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 17 leikir, 2 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 16 leikir, 5 mörk

Sóknarmenn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 60 leikir, 9 mörk
Agla María Albertsdóttir - BK Häcken - 44 leikir, 3 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 16 leikir, 6 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 33 leikir, 2 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 5 leikir
Elín Metta Jensen - Valur - 58 leikir, 16 mörk
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner