Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 25. mars 2023 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan í úrslit eftir vítakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hrefna Morthens

Þróttur R. 1 - 1 Stjarnan (4-5 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('63)
1-1 Katla Tryggvadóttir ('78)


Þróttur R. tók á móti Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í dag og úr varð gífurlega spennandi viðureign.

Staðan var markalaus allt fram að 63. mínútu þegar Jasmín Erla Ingadóttir kom gestunum úr Garðabæ í forystu.

Katla Tryggvadóttir jafnaði korteri síðar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.

Það skoruðu allir úr sínum vítaspyrnum nema Freyja Karín Þorvarðardóttir sem klikkaði fyrir Þrótt og kostaði það sigurinn í afar tæpum slag.

Stjarnan mætir því Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Keflavík 1 - 3 Tindastóll
0-1 Murielle Tiernan ('37 )
0-2 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('59 )
1-2 Linli Tu ('60 )
1-3 Murielle Tiernan ('79 )

Keflavík og Tindastóll áttust þá við í lokaumferð riðils 2 í A-deild Lengjubikarsins.

Gestirnir frá Sauðárkróki leiddu stærsta hluta leiksins og höfðu að lokum betur, 1-3, þökk sé tvennu frá Murielle Tiernan og marki frá Rakeli Sjöfn Stefánsdóttur. Linli Tu gerði eina mark Keflvíkinga.

TIndastóll endar riðlakeppnina því í þriðja sæti, með 9 stig úr 5 leikjum. Keflavík endar í næstneðsta sæti, með 3 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner