Íslensku unglingalandsliðin eru að spila mikilvæga leiki í þessu landsleikjahléi og mæta karlalið U17 og U19 til leiks í dag.
U19 mætir fyrst til leiks gegn ógnarsterkum Englendingum á New York Stadium, heimavelli Rotherham í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi.
Þar þurfa strákarnir okkar helst að krækja í stig eftir jafntefli við Tyrkland í fyrstu umferð, en England lagði Ungverjaland að velli með einu marki gegn engu.
U17 á einnig leik við heimalið síns undanriðils og mætir til leiks í um 250km fjarlægð frá næstu árgöngum fyrir ofan, í Newport, Wales.
Strákarnir í U17 er með eitt stig eftir markalaust jafntefli við Svartfjallaland í fyrstu umferð. Á sama tíma sigraði Wales gegn Skotlandi og geta heimamenn því tryggt sig upp úr riðlinum með sigri í dag.
Leikir dagsins:
14:00 England U19 - Ísland U19
16:00 Wales U17 - Ísland U17