Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 25. mars 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Telur Chelsea vera á réttri braut: Byggist á miklum stöðugleika
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Todd Boehly eigandi Chelsea gaf gott viðtal við Bloomberg í gær þar sem hann ræddi stöðu mála hjá félaginu.

Boehly og eigendur Chelsea eru sáttir með þróun mála og afar bjartsýnir á framtíðina.

„Ef þú skoðar hvað er raunverulega í gangi hjá Chelsea þá muntu sjá að þetta byggist allt á miklum stöðugleika," sagði Boehly.

„Ég tel okkur vera að gera góða hluti og ég er viss um að Chelsea mun taka sinn sess meðal toppliða deildarinnar. Ég meina við erum í topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni eins og staðan er í dag."

Chelsea er með 49 stig eftir 29 umferðir, í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir þrjá tapleiki í síðustu fimm.

Boehly og félagar keyptu Chelsea fyrir tæplega þremur árum síðan og hafa dælt peningum í félagið. Þeir eru aðallega búnir að kaupa ungar vonarstjörnur fyrir framtíðina og er stór hluti stuðningshóps Chelsea þreyttur á slöku gengi liðsins.

Chelsea hefur verið með sex mismunandi þjálfara við stjórnvölinn á þessum þremur árum og eytt urmul fjárs án þess að sjá mikinn árangur innan vallar.

Liðið hefur leikið stóran hluta tímabilsins án framherja vegna meiðsla Nicolas Jackson, þrátt fyrir að hafa eytt ótrúlegum upphæðum í leikmannakaup.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
4 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 34 12 5 17 51 61 -10 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner