Valsmenn og FH-ingar leiða saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.
Valsmenn hafa oftast unnið Meistarakeppni KSÍ eða 8 sinnum en FH-ingar koma skammt undan eða 6 sinnum.
Byrjunarlið liðanna eru komin í hús. Rolf Toft fer á bekkinn hjá Valsmönnum en hann var oftar en ekki í byrjunarliðinu í Lengjubikarnum. Annars er fátt sem kemur á óvart.
Kristján Finnbogason byrjar í markinu hjá FH en hann er að nálgast fimmtugt, Gunnar Nielsen er meiddur. Bekkurinn hjá FH er gríðarlega sterkur en þar eru menn eins og Steven Lennon, Bjarni Þór VIðarsson og Guðmann Þórisson.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH kýs frekar að nota Bergsvein Ólafsson sem kom til liðsins frá Fjölni, frekar en Guðmann.
SMELLTU HÉR til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Byrjunarlið Vals:
Ingvar Þór Kale
Guðjón Pétur Lýðsson
Daði Bergsson
Haukur Páll Sigurðsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
Sigurður Egill Lárusson
Rasmus Steenberg Christiansen
Orri Sigurður Ómarsson
Bjarni Ólafur Eiríksson
Nikolaj Andreas Hansen
Andri Fannar Stefánsson
Byrjunarlið FH:
Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
Bergsveinn Ólafsson
Sam Hewson
Emil Pálsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Davíð Þór Viðarsson
Atli Guðnason
Atli Viðar Björnsson
Kassim Doumbia
Jeremy Serwy
Jonathan Hendrickx
Athugasemdir