Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
   sun 11. maí 2025 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður með frammistöðuna. Við áttum góðan leik á móti góðu liði og erum virkilega svekktir að ná ekki einhverju út úr þessum leik," sagði Hallgrímur Jónasson, Haddi, eftir tap KA gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jóan Símun Edmundsson voru settir á bekkinn fyrir leikinn í dag. Þeir komu inn á og Haddi var ánægður með frammistöðu þeirra.

„Þeir fengu að vita það og fengu að fara inn á í dag og voru mjög flottir. Við áttum góðan leik bæði fyrir og eftir að Grímsi og Jóan komu inn á. Þetta er svarið sem ég vil fá að menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang. Ég býst við því að þessi æfingavika verði þannig að þeir ætli að sanna sig og sýna að þeir eigi að byrja og þá er ég ánægður," sagði Haddi.

„Svona frammistaða mun skila okkur fullt af stigum. Við þurfum bara að hætta velja okkur leiki sem við leggjum okkur svona fram."

KA fór á gott skrið eftir tap gegn Breiðabliki í Kópavogi síðasta sumar.

„Við töpuðum fyrir þeim í fyrra 2-1 á útivelli og fórum svo á þvílíkt 'run', einhverjir tólf leikir sem við töpuðum ekki. Sama upp á teningnum í dag, áttum flottan leik og svo er spennandi leikur á fimmtudaginn. Keppni sem okkur þykir vænt um, við erum bikarmeistarar og ég vænti þess að fá sama vilja og sömu frammistöðu og í dag og þá eigum við góða möguleika að fara áfram," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner