Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   sun 11. maí 2025 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður með frammistöðuna. Við áttum góðan leik á móti góðu liði og erum virkilega svekktir að ná ekki einhverju út úr þessum leik," sagði Hallgrímur Jónasson, Haddi, eftir tap KA gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jóan Símun Edmundsson voru settir á bekkinn fyrir leikinn í dag. Þeir komu inn á og Haddi var ánægður með frammistöðu þeirra.

„Þeir fengu að vita það og fengu að fara inn á í dag og voru mjög flottir. Við áttum góðan leik bæði fyrir og eftir að Grímsi og Jóan komu inn á. Þetta er svarið sem ég vil fá að menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang. Ég býst við því að þessi æfingavika verði þannig að þeir ætli að sanna sig og sýna að þeir eigi að byrja og þá er ég ánægður," sagði Haddi.

„Svona frammistaða mun skila okkur fullt af stigum. Við þurfum bara að hætta velja okkur leiki sem við leggjum okkur svona fram."

KA fór á gott skrið eftir tap gegn Breiðabliki í Kópavogi síðasta sumar.

„Við töpuðum fyrir þeim í fyrra 2-1 á útivelli og fórum svo á þvílíkt 'run', einhverjir tólf leikir sem við töpuðum ekki. Sama upp á teningnum í dag, áttum flottan leik og svo er spennandi leikur á fimmtudaginn. Keppni sem okkur þykir vænt um, við erum bikarmeistarar og ég vænti þess að fá sama vilja og sömu frammistöðu og í dag og þá eigum við góða möguleika að fara áfram," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner
banner