„Súr tilfinning. Mér fannst við eiga meira skilið," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir tap liðsins gegn Breiðabliki í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 0 - 1 Breiðablik
Grímsi taldi að KA hafi átt að fá vítaspyrnu þegar Ásgeir Sigurgeirsson féll í teignum.
„Ótrúlegt móment þegar það er tekið sólann í ökklann á Geira og ekki dæmt á það. Burt séð frá því hvor það sé víti eða óbein aukaspyrna þá er glórulaust að dæma ekki á það. Svo fékk Viðar dauðafæri þannig mér fannst við eiga meira skilið," sagði Grímsi.
Hann var ekki sáttur með það að byrja á bekknum í kvöld.
„Fáránlegt, mér finnst það og það er mín skoðun. Ég verð bara að virða þá ákvörðun sem þjálfarinn tekur. Það er erfitt að koma inn á, ég er ekki vanur því, ég vil byrja alla leiki," sagði Grímsi.
Athugasemdir