Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 11. maí 2025 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar. Miklir yfirburðir í leiknum, við fáum færi og stöður í seinni hálfleik sem við verðum að nýta svo við lendum ekki í því að vera berjast fyrir lífi okkar í föstum leikatriðum í uppbótatíma," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur á KA í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Í þessum leik spila þeir með fimm flata djúpt og þrjá þar fyrir framan. Það er helvítis þolinmæðisverk og þarf mikil gæði til að komast í gegnum það."

Kristinn Steindórsson kom inn á í hálfleik fyrir Höskuld Gunnlaugsson sem meiddist á nára en Dóri vonast til að það sé ekki alvarlegt. Hann var mjög ánægður með innkomu Kidda.

„Kiddi Steindórs kom inn á og var langbesti maður vallarins í seinni. Þegar reynir á breiddina þá stíga menn upp eins og Kiddi og hann var gjörsamlega sturlaður," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ásakanir frá KA mönnum eftir leik og það varð einhver æsingur í kjölfarið.

„KA menn sökuðu okkur um að tefja leikinn sem mér fannst óréttlátt. Við vorum að pressa þá maður á mann niður á vítateigslínu og marklínu í uppbótatímanum. Mér fannst við vera það lið sem lét leikinn tikka og opnuðum leikinn. Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner