Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
   sun 11. maí 2025 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar. Miklir yfirburðir í leiknum, við fáum færi og stöður í seinni hálfleik sem við verðum að nýta svo við lendum ekki í því að vera berjast fyrir lífi okkar í föstum leikatriðum í uppbótatíma," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur á KA í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Í þessum leik spila þeir með fimm flata djúpt og þrjá þar fyrir framan. Það er helvítis þolinmæðisverk og þarf mikil gæði til að komast í gegnum það."

Kristinn Steindórsson kom inn á í hálfleik fyrir Höskuld Gunnlaugsson sem meiddist á nára en Dóri vonast til að það sé ekki alvarlegt. Hann var mjög ánægður með innkomu Kidda.

„Kiddi Steindórs kom inn á og var langbesti maður vallarins í seinni. Þegar reynir á breiddina þá stíga menn upp eins og Kiddi og hann var gjörsamlega sturlaður," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ásakanir frá KA mönnum eftir leik og það varð einhver æsingur í kjölfarið.

„KA menn sökuðu okkur um að tefja leikinn sem mér fannst óréttlátt. Við vorum að pressa þá maður á mann niður á vítateigslínu og marklínu í uppbótatímanum. Mér fannst við vera það lið sem lét leikinn tikka og opnuðum leikinn. Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner