Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 11. maí 2025 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar. Miklir yfirburðir í leiknum, við fáum færi og stöður í seinni hálfleik sem við verðum að nýta svo við lendum ekki í því að vera berjast fyrir lífi okkar í föstum leikatriðum í uppbótatíma," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur á KA í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Í þessum leik spila þeir með fimm flata djúpt og þrjá þar fyrir framan. Það er helvítis þolinmæðisverk og þarf mikil gæði til að komast í gegnum það."

Kristinn Steindórsson kom inn á í hálfleik fyrir Höskuld Gunnlaugsson sem meiddist á nára en Dóri vonast til að það sé ekki alvarlegt. Hann var mjög ánægður með innkomu Kidda.

„Kiddi Steindórs kom inn á og var langbesti maður vallarins í seinni. Þegar reynir á breiddina þá stíga menn upp eins og Kiddi og hann var gjörsamlega sturlaður," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ásakanir frá KA mönnum eftir leik og það varð einhver æsingur í kjölfarið.

„KA menn sökuðu okkur um að tefja leikinn sem mér fannst óréttlátt. Við vorum að pressa þá maður á mann niður á vítateigslínu og marklínu í uppbótatímanum. Mér fannst við vera það lið sem lét leikinn tikka og opnuðum leikinn. Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner