Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
banner
   sun 11. maí 2025 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar. Miklir yfirburðir í leiknum, við fáum færi og stöður í seinni hálfleik sem við verðum að nýta svo við lendum ekki í því að vera berjast fyrir lífi okkar í föstum leikatriðum í uppbótatíma," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur á KA í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Í þessum leik spila þeir með fimm flata djúpt og þrjá þar fyrir framan. Það er helvítis þolinmæðisverk og þarf mikil gæði til að komast í gegnum það."

Kristinn Steindórsson kom inn á í hálfleik fyrir Höskuld Gunnlaugsson sem meiddist á nára en Dóri vonast til að það sé ekki alvarlegt. Hann var mjög ánægður með innkomu Kidda.

„Kiddi Steindórs kom inn á og var langbesti maður vallarins í seinni. Þegar reynir á breiddina þá stíga menn upp eins og Kiddi og hann var gjörsamlega sturlaður," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ásakanir frá KA mönnum eftir leik og það varð einhver æsingur í kjölfarið.

„KA menn sökuðu okkur um að tefja leikinn sem mér fannst óréttlátt. Við vorum að pressa þá maður á mann niður á vítateigslínu og marklínu í uppbótatímanum. Mér fannst við vera það lið sem lét leikinn tikka og opnuðum leikinn. Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner