Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 11. maí 2025 22:48
Sölvi Haraldsson
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Ali Basem Almosawe
Ali Basem Almosawe
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur hjá strákunum. Mikilvægasta í þessum leik var að fá þrjú stig og við gerðum það. Mér fannst frammistaðan mjög góð líka.“ sagði Ali Basem Almosawe, nýjasti leikmaður Víkinga, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Ali kom inn á í kvöld þegar aðeins meira en 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 FH

Ali líður vel fyrstu dagana sína í Víkinni.

„Ég hef notið þess mjög mikið að vera hér fyrstu dagana. Strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér. Ég er auðvitað ennþá að læra á kerfið, hvernig ég á að pressa og svo framvegis. Mér líður eins og ég sé á góðri leið.“

Í kvöld fékk Ali aðeins meira en 20 mínútur sem er meira en hann fékk í seinasta leik gegn Fram.

„Mér líður alltaf betur og betur þegar ég spila meira. Sérstaklega þegar ég heyri stuðningsmennina syngja nafnið mitt svona snemma, það gefur manni mikið sjálfstraust. Ég vona að ég get gefið til baka til félagsins og stuðningsmennina.“

Er Ali búinn að setja sér einhver markmið fyrir tímabilið?

„Manni langar að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og það getur. Bara hjálpa liðinu eins og ég get.“

Ali er mjög bjartsýnn fyrir framhaldið með Víkingum.

„Okkur líður öllum mjög vel. Við þurfum bara að halda áfram, stíga á bensíngjöfina og vinna eins marga leiki og við getum. Það er markmiðið hjá félaginu, við erum með miklar kröfur og væntingar og við viljum afreka margt.“

Viðtalið við Ali má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner