„Þetta var góður leikur hjá strákunum. Mikilvægasta í þessum leik var að fá þrjú stig og við gerðum það. Mér fannst frammistaðan mjög góð líka.“ sagði Ali Basem Almosawe, nýjasti leikmaður Víkinga, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Ali kom inn á í kvöld þegar aðeins meira en 20 mínútur voru eftir af leiknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 FH
Ali líður vel fyrstu dagana sína í Víkinni.
„Ég hef notið þess mjög mikið að vera hér fyrstu dagana. Strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér. Ég er auðvitað ennþá að læra á kerfið, hvernig ég á að pressa og svo framvegis. Mér líður eins og ég sé á góðri leið.“
Í kvöld fékk Ali aðeins meira en 20 mínútur sem er meira en hann fékk í seinasta leik gegn Fram.
„Mér líður alltaf betur og betur þegar ég spila meira. Sérstaklega þegar ég heyri stuðningsmennina syngja nafnið mitt svona snemma, það gefur manni mikið sjálfstraust. Ég vona að ég get gefið til baka til félagsins og stuðningsmennina.“
Er Ali búinn að setja sér einhver markmið fyrir tímabilið?
„Manni langar að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og það getur. Bara hjálpa liðinu eins og ég get.“
Ali er mjög bjartsýnn fyrir framhaldið með Víkingum.
„Okkur líður öllum mjög vel. Við þurfum bara að halda áfram, stíga á bensíngjöfina og vinna eins marga leiki og við getum. Það er markmiðið hjá félaginu, við erum með miklar kröfur og væntingar og við viljum afreka margt.“
Viðtalið við Ali má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir