Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
   sun 11. maí 2025 22:48
Sölvi Haraldsson
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Ali Basem Almosawe
Ali Basem Almosawe
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur hjá strákunum. Mikilvægasta í þessum leik var að fá þrjú stig og við gerðum það. Mér fannst frammistaðan mjög góð líka.“ sagði Ali Basem Almosawe, nýjasti leikmaður Víkinga, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Ali kom inn á í kvöld þegar aðeins meira en 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 FH

Ali líður vel fyrstu dagana sína í Víkinni.

„Ég hef notið þess mjög mikið að vera hér fyrstu dagana. Strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér. Ég er auðvitað ennþá að læra á kerfið, hvernig ég á að pressa og svo framvegis. Mér líður eins og ég sé á góðri leið.“

Í kvöld fékk Ali aðeins meira en 20 mínútur sem er meira en hann fékk í seinasta leik gegn Fram.

„Mér líður alltaf betur og betur þegar ég spila meira. Sérstaklega þegar ég heyri stuðningsmennina syngja nafnið mitt svona snemma, það gefur manni mikið sjálfstraust. Ég vona að ég get gefið til baka til félagsins og stuðningsmennina.“

Er Ali búinn að setja sér einhver markmið fyrir tímabilið?

„Manni langar að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og það getur. Bara hjálpa liðinu eins og ég get.“

Ali er mjög bjartsýnn fyrir framhaldið með Víkingum.

„Okkur líður öllum mjög vel. Við þurfum bara að halda áfram, stíga á bensíngjöfina og vinna eins marga leiki og við getum. Það er markmiðið hjá félaginu, við erum með miklar kröfur og væntingar og við viljum afreka margt.“

Viðtalið við Ali má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner