Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. apríl 2021 12:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Þrenna Wood afgreiddi Úlfana í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Wolves 0 - 4 Burnley
0-1 Chris Wood ('15 )
0-2 Chris Wood ('21 )
0-3 Chris Wood ('44 )
0-4 Ashley Westwood ('85 )

Burnley vann öruggan 0-4 útisigur gegn Úlfunum í dag. Chris Wood skoraði þrennu fyrir Burnley í fyrri hálfleik og ef það var einhver spurning um lokaniðurstöðuna þá skoraði Ashley Westwod fjórða mark Burnley skömmu fyrir leikslok.

Wood var að skora sína fyrstu þrennu í úrvalsdeildinni og er nú orðinn markahæstur í sögu Burnley í úrvalsdeildinni.

Tíu af sextán stoðsendingum Dwight McNeil hafa verið á Chris Wood og Wood varð fyrsti Nýsjálendingurinn til að skora þrennu í úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður í leiknum. Wolves hafði unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni á meðan Burnley hafði tapað síðustu þremur leikjum sínum.

Burnley er nú níu sigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner