Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. apríl 2021 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Al Arabi áfram í átta-liða úrslitin
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Deildin er búin í Katar en QFA bikarinn heldur áfram að rúlla. Íslendingalið Al Arabi átti í dag útileik gegn Al-Kharitiyath.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Al Arabi sem tókst að landa 2-0 sigri.

Það var hinn 27 ára gamli Mehrdad Mohammadi sem skoraði bæði mörk Al Arabi í leiknum; eitt í fyrri hálfleik og hitt í seinni hálfleiknum.

Það er leikið í riðlum í þessum bikar. Al Arabi tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Al Shamal en tókst að vinna í dag og endar á toppi riðilsins. Al Arabi er því komið í átta-liða úrslitin.

Heimir Hallgrímsson er aðalþjálfari Al Arabi og í þjálfarateyminu eru Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson.
Athugasemdir
banner
banner