Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR fær miðvörð sem þekkir vel til hér á landi (Staðfest)
Kvenaboltinn
Maya Camille Neal í leik með Aftureldingu.
Maya Camille Neal í leik með Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
KR hefur fengið til liðs við sig bandaríska miðvörðinn Maya Neal sem kemur til félagsins eftir að hafa síðast spilað í Kasakstan.

Maya þekkir það að spila á Íslandi en hún lék með Aftureldingu sumarið 2023.

Þá spilaði hún alls 18 leiki og skoraði í þeim sjö mörk sem er ansi vel gert af miðverði.

Hún kom til Aftureldingar rá Le Havre í Frakklandi þar sem hún lék meðal annars með Íslensku landsliðskonunum Berglindi Björg, Önnu Björk og Andreu Rán.

Þar áður lék Maya með The University of Tennessee í Bandaríkjunum með leikmanni Þróttar, Katie Cousins.

En síðast lék hún með BIIK Shymkent sem hefur orðið meistari í Kasakstan öll ár síðan 2013. Langbesta liðið þar í landi.

Hún kemur til með að styrkja lið KR sem er nýliði í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner