Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 25. maí 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Hart þreyttur á bekkjarsetunni - Ber engan kala til Guardiola
Hart gæti farið aftur erlendis.
Hart gæti farið aftur erlendis.
Mynd: Getty Images
Joe Hart, fyrrum markvörður enska landsliðsins, segir í viðtali við Guardian að hann sé opinn fyrir því að spila utan Englands. Þessi 33 ára leikmaður hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Burnley á þessu tímabili.

Hart sér ekki fram á að fá tækifæri sem aðalmarkvörður í ensku úrvalsdeildinni í bráð og er opinn fyrir því að halda í aðra deild.

2016-17 lék Hart eitt tímabil á láni hjá Torino á Ítalíu.

„Ég naut þess að vera hluti af félaginu. Ég elskaði að upplifa þá reynslu að vera í öðru landi, kynnast nýrri menningu og spila í öðruvísi deild. Þetta er eitthvað sem ég væri alveg til í að endurtaka," segir Hart.

„Ég hef trú á því að ég verði eftirsóttur eftir tímabilið. Ég verð samningslaus, er með reynslu og hungrið er til staðar. Ég vonast til að geta spilað í eins sterkri deild og mögulegt er. Ég væri alveg til í annað stórt tækifæri á Englandi en það verður erfitt að fá það."

Hart er fyrrum markvörður Manchester City en yfirgaf félagið eftir að Pep Guardiola tók við stjórnartaumunum. Guardiola vildi fá inn öðruvísi markvörð.

„Hann þurfti að setja sín fingraför á City. Hann var með stefnu sem hann vildi fara og það hefur ekki gengið mjög illa, er það nokkuð? Hann tekur ákvarðanir og stendur með þeim. Mér líkar alls ekki illa við Pep. Við höldum bara áfram og við báðir elskum fótbolta," segir Hart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner