Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. maí 2022 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hópurinn hjá U21: Fjórir sem ekki eiga leik - 13 spila erlendis
Þorleifur 'Thor' Úlfarsson
Þorleifur 'Thor' Úlfarsson
Mynd: Houston Dynamo
Ísak er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með sjö mörk í sjö leikjum.
Ísak er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með sjö mörk í sjö leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp fyrir þrjá leiki í júní. Leikirnir þrír eru allir í undankeppni EM 2023 og fara þeir allir fram á Víkingsvelli.

22 leikmenn eru í hópnum og eru fjórtán þeirra á mála hjá félögum erlendis. Ágúst Eðvald Hlynsson er samningsbundinn Horsens en er á láni hjá Val.

Tveir nýliðar eru í hópnum og alls fjórir sem eiga ekki leik í þessum aldursflokki. Tveir þeirra, þeir Ísak Snær Þorvaldsson og Adam Ingi Benediktsson hafa þó báðir verið valdir áður. Þeir Óli Valur Ómarsson og Þorleifur Úlfarsson eru nýliðarnir sem um ræðir.

Hópurinn:
Adam Ingi Benediktsson - IFK Göteborg
Ágúst Eðvald Hlynsson - Valur - 9 leikir, 1 mark
Andri Fannar Baldursson - FC Köbenhavn - 5 leikir
Atli Barkarson - SonderjyskE - 5 leikir
Birkir Heimisson - Valur - 3 leikir
Bjarki Steinn Bjarkason - Catanzaro - 10 leikir
Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund BK - 20 leikir, 3 mörk
Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik - 3 leikir
Finnur Tómas Pálmason - KR - 9 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg - 3 leikir
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg fB - 13 leikir, 2 mörk
Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
Kolbeinn Þórðarson - Lommel - 14 leikir, 1 mark
Kristall Máni Ingason - Víkingur R. - 6 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 6 leikir, 2 mörk
Logi Hrafn Róbertsson - FH - 2 leikir
Óli Valur Ómarsson - Stjarnan
Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 2 leikir
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montréal - 6 leikir
Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 7 leikir
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 7 leikir
Þorleifur Úlfarsson - Houston Dynamo

Leikirnir
Ísland - Liechtenstein föstudaginn 3. júní kl. 17:00
Ísland - Hvíta Rússland miðvikudaginn 8. júní kl. 18:00
Ísland - Kýpur laugardaginn 11. júní kl. 19:15
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner