Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   fim 25. maí 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Erum núna farnir að labba án þess að nota staf
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Valsmönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Mjög sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og ég held að enginn geti sagt neitt annað en að þessi sigur hafi verið sanngjarn." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Valsliðið er sterkt og það að ná einhvernveginn að loka á þá í 90 mín er erfitt og krefst mikillar vinnu, mikils dugnaðar og einbeitingar. Mér fannst við gera það og ég er mjög stoltur af liðinu." 

Það var mikið um stopp í leiknum en Óskari Hrafn fannst leikurinn samt sem áður mjög góður.

„Mér fannst þetta góður leikur, mér fannst þetta vera að einhverju leiti taktískur leikur, mér fannst mikið af góðum fótboltamönnum á vellinum. Þetta dró kannski aðeins úr tempóinu og stundum fannst manni stoppin vera óþarflega löng og mörg. Mikið dæmt og mikið flautað. Ég ætla samt ekkert að standa hér og kvarta yfir því, þetta er bara eins og þetta er. Það er ef það er skoðað þá er dauður tími í Íslenskum fótbolta meiri heldur en í öðrum deildum sem er eitthvað sem menn ættu kannski að skoða." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner