Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fim 25. maí 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Erum núna farnir að labba án þess að nota staf
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Valsmönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Mjög sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og ég held að enginn geti sagt neitt annað en að þessi sigur hafi verið sanngjarn." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Valsliðið er sterkt og það að ná einhvernveginn að loka á þá í 90 mín er erfitt og krefst mikillar vinnu, mikils dugnaðar og einbeitingar. Mér fannst við gera það og ég er mjög stoltur af liðinu." 

Það var mikið um stopp í leiknum en Óskari Hrafn fannst leikurinn samt sem áður mjög góður.

„Mér fannst þetta góður leikur, mér fannst þetta vera að einhverju leiti taktískur leikur, mér fannst mikið af góðum fótboltamönnum á vellinum. Þetta dró kannski aðeins úr tempóinu og stundum fannst manni stoppin vera óþarflega löng og mörg. Mikið dæmt og mikið flautað. Ég ætla samt ekkert að standa hér og kvarta yfir því, þetta er bara eins og þetta er. Það er ef það er skoðað þá er dauður tími í Íslenskum fótbolta meiri heldur en í öðrum deildum sem er eitthvað sem menn ættu kannski að skoða." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner