Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 25. maí 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Erum núna farnir að labba án þess að nota staf
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Valsmönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Mjög sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og ég held að enginn geti sagt neitt annað en að þessi sigur hafi verið sanngjarn." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Valsliðið er sterkt og það að ná einhvernveginn að loka á þá í 90 mín er erfitt og krefst mikillar vinnu, mikils dugnaðar og einbeitingar. Mér fannst við gera það og ég er mjög stoltur af liðinu." 

Það var mikið um stopp í leiknum en Óskari Hrafn fannst leikurinn samt sem áður mjög góður.

„Mér fannst þetta góður leikur, mér fannst þetta vera að einhverju leiti taktískur leikur, mér fannst mikið af góðum fótboltamönnum á vellinum. Þetta dró kannski aðeins úr tempóinu og stundum fannst manni stoppin vera óþarflega löng og mörg. Mikið dæmt og mikið flautað. Ég ætla samt ekkert að standa hér og kvarta yfir því, þetta er bara eins og þetta er. Það er ef það er skoðað þá er dauður tími í Íslenskum fótbolta meiri heldur en í öðrum deildum sem er eitthvað sem menn ættu kannski að skoða." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner