Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   fim 25. maí 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Erum núna farnir að labba án þess að nota staf
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Valsmönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Mjög sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og ég held að enginn geti sagt neitt annað en að þessi sigur hafi verið sanngjarn." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Valsliðið er sterkt og það að ná einhvernveginn að loka á þá í 90 mín er erfitt og krefst mikillar vinnu, mikils dugnaðar og einbeitingar. Mér fannst við gera það og ég er mjög stoltur af liðinu." 

Það var mikið um stopp í leiknum en Óskari Hrafn fannst leikurinn samt sem áður mjög góður.

„Mér fannst þetta góður leikur, mér fannst þetta vera að einhverju leiti taktískur leikur, mér fannst mikið af góðum fótboltamönnum á vellinum. Þetta dró kannski aðeins úr tempóinu og stundum fannst manni stoppin vera óþarflega löng og mörg. Mikið dæmt og mikið flautað. Ég ætla samt ekkert að standa hér og kvarta yfir því, þetta er bara eins og þetta er. Það er ef það er skoðað þá er dauður tími í Íslenskum fótbolta meiri heldur en í öðrum deildum sem er eitthvað sem menn ættu kannski að skoða." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner