Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Ipswich flýgur til Englands til að ræða við McKenna
Kieran McKenna
Kieran McKenna
Mynd: Getty Images
Ed Schwartz, stærsti hluteigandi Ipswich Town, er mættur til Englands til þess að ræða við Kieran McKenna, stjóra félagsins, en það er Sky Sports sem greinir frá.

McKenna kom Ipswich upp í úrvalsdeildina á dögunum en þetta var annað árið í röð sem hann kemur liðinu upp um deild.

Stjórinn er einn heitasti bitinn á markaðnum en Chelsea, Brighton og Manchester United vilja öll fá hann.

Eigandi félagsins, Ed Schwartz, vill alls ekki missa McKenna og hoppaði strax upp í flugvél og til Englands til að ræða við Mark Ashton, framkvæmdastjóra félagsins, og McKenna.

Schwartz ætlar að bjóða McKenna nýjan samning og mun gera allt til að sannfæra hann um að vera áfram.

Á næsta tímabili mun Ipswich spila í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner