Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   þri 25. júní 2024 20:40
Sverrir Örn Einarsson
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel í fyrri hálfleik og færslurnar voru ekki nógu góðar hjá okkur til að byrja með. Vorum aðeins að spila annað leikkerfi og það tók okkur smá tíma að komast inn í það. En í seinni hálfleik þegar við náðum tökum á því og náðum að loka á þá fengum við okkar sóknir líka og mér fannst við eiga skilið að skora hérna í seinni hálfleik.“
Sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur um leikinn eftir 0-2 tap Keflavíkur á heimavelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Breiðablik

Keflavíkurliðið var líkt og Guðrún Jóna segir lengi að ná fótfestu í leiknum og var skrefinu á eftir ef ekki tveimur á vellinum í fyrri hálfleik. Til marks um það var ekki ein aukaspyrna dæmd á liðið í fyrri hálfleik. Nokkuð sem að breyttist þó hratt er út í fyrri hálfleikinn var komið. Var það rætt í hálfleik að auka ákafann í leik liðsins?

„Ákafann í öllu, öllum færslum og þegar þær koma inn á svæðin að vera ákveðnar í því sem við erum að gera. Þannig að það var eitthvað sem við vildum gera betur í seinni hálfleik og við gerðum.“

Mikið er um forföll í liði Keflavíkur í leikmannahópi sem ekki telst breiður á góðum degi. Hvernig er fyrir þjálfarana að púsla saman liði eins og sakir standa hjá Keflavík?

„Auðvitað er það erfitt þegar þú ert með lítinn hóp en leikmenn hafa komið gríðarlega vel inn. Þetta er mikið af Keflavíkurstelpum sem eru að spila hérna, ungar stelpur sem eru að stíga gríðarlega mikivægt skref á sínum ferli að spila hérna leiki. Þær eru að koma mjög vel inn í þetta og mér finnst þeir leikmenn sem komið hafa inn staðið sig gríðarlega vel.“

Framundan hjá Keflavík eru mikilvægir leikir gegn liðunum í næsta nágrenni í töflunni. Heimsókn á Samsungvöllinn til Stjörnunar áður en að lið Fylkis kemur í heimsókn í Keflavík. Leikir sem Keflavíkurliðið horfir í að geta unnið og endað þá taphrinu sem liðið er í þessa daganna.

„Við þurfum að halda áfram og halda trú. Við þurfum að gefa allt í þessa leiki. Við höfum fulla trú á því að við séum að fara út úr þessari hrinu og erum strax byrjaðar að hugsa um næsta leik og stefnum á þrjú stig þar eins og í hverjum einasta leik.

Sagði Guðrún Jóna en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner