Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   þri 25. júní 2024 20:40
Sverrir Örn Einarsson
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Kvenaboltinn
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel í fyrri hálfleik og færslurnar voru ekki nógu góðar hjá okkur til að byrja með. Vorum aðeins að spila annað leikkerfi og það tók okkur smá tíma að komast inn í það. En í seinni hálfleik þegar við náðum tökum á því og náðum að loka á þá fengum við okkar sóknir líka og mér fannst við eiga skilið að skora hérna í seinni hálfleik.“
Sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur um leikinn eftir 0-2 tap Keflavíkur á heimavelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Breiðablik

Keflavíkurliðið var líkt og Guðrún Jóna segir lengi að ná fótfestu í leiknum og var skrefinu á eftir ef ekki tveimur á vellinum í fyrri hálfleik. Til marks um það var ekki ein aukaspyrna dæmd á liðið í fyrri hálfleik. Nokkuð sem að breyttist þó hratt er út í fyrri hálfleikinn var komið. Var það rætt í hálfleik að auka ákafann í leik liðsins?

„Ákafann í öllu, öllum færslum og þegar þær koma inn á svæðin að vera ákveðnar í því sem við erum að gera. Þannig að það var eitthvað sem við vildum gera betur í seinni hálfleik og við gerðum.“

Mikið er um forföll í liði Keflavíkur í leikmannahópi sem ekki telst breiður á góðum degi. Hvernig er fyrir þjálfarana að púsla saman liði eins og sakir standa hjá Keflavík?

„Auðvitað er það erfitt þegar þú ert með lítinn hóp en leikmenn hafa komið gríðarlega vel inn. Þetta er mikið af Keflavíkurstelpum sem eru að spila hérna, ungar stelpur sem eru að stíga gríðarlega mikivægt skref á sínum ferli að spila hérna leiki. Þær eru að koma mjög vel inn í þetta og mér finnst þeir leikmenn sem komið hafa inn staðið sig gríðarlega vel.“

Framundan hjá Keflavík eru mikilvægir leikir gegn liðunum í næsta nágrenni í töflunni. Heimsókn á Samsungvöllinn til Stjörnunar áður en að lið Fylkis kemur í heimsókn í Keflavík. Leikir sem Keflavíkurliðið horfir í að geta unnið og endað þá taphrinu sem liðið er í þessa daganna.

„Við þurfum að halda áfram og halda trú. Við þurfum að gefa allt í þessa leiki. Við höfum fulla trú á því að við séum að fara út úr þessari hrinu og erum strax byrjaðar að hugsa um næsta leik og stefnum á þrjú stig þar eins og í hverjum einasta leik.

Sagði Guðrún Jóna en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner