Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 25. júní 2025 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu draumamark Sigurðar Péturs á Grenivík - „Klárlega besta markið á ferlinum"
Sigurður Pétur Stefánsson.
Sigurður Pétur Stefánsson.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Ég er ekki mikið fyrir að skora mörkin, held ég sé búinn að spila 124 leiki og þetta var fjórða markið. Ég fékk boltann út eftir hornspyrnu og setti hann bara innanfótar nánast upp í skeytin. Frábær tilfinning. Alveg klárlega besta markið á ferlinum, þetta leit vel út alveg frá upphafi," sagði Sigurður Pétur Stefánsson, fyrirliði Kormáks/Hvatar, við Fótbolta.net eftir 1-3 endurkomusigur sinna manna gegn Magna í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins í kvöld. Hann var með leikja- og markatölfræðina alveg á hreinu, hárréttar tölur.

Sigurður Pétur skoraði annað mark gestanna með glæsilegu langskoti í seinni hálfleik. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Hvaða kjaftæði er þetta?" heyrist í útsendingu á Magni TV.

Dregið verður í 16-liða úrslitin í hádeginu á föstudag og vonast Sigurður eftir því að mæta nágrönnunum frá Sauðárkróki í næstu umferð. Viðtalið má sjá í spilaranum efst.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  3 Kormákur/Hvöt


Athugasemdir
banner