Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var heldur betur í góðu skapi eftir 1-0 sigur á KR í Fossvogi í kvöld.
Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins, í fyrri hálfleik og með góðum varnarleik og markvörslu, dugði það til.
Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins, í fyrri hálfleik og með góðum varnarleik og markvörslu, dugði það til.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 0 KR
„Ég er mjög ánægður með þrjú stig, ekki spurning. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemi strákanna."
Milos var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld en bætti við að það væri vont fyrir veskið sitt þar sem leikmennirnir fá pizzu fyrir að halda hreinu. Claudio Ranieri, stjóri Leicester, spilaði sama leik síðasta vetur með góðum árangri.
„Þetta er vont fyrir veskið mitt því strákarnir fá alltaf pizzu ef þeir halda hreinu. Þeir héldu hreinu í síðasta leik líka svo ég skulda strákunum tvær pizzaveislur."
Milos staðfesti að Gary Martin væri á leið til Noregs en hann segist ekki ætla að fá annan framherja nema eitthvað mjög freistandi kæmi upp.
„Ég væri til í Drogba ef hann væri laus."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir