Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mán 25. júlí 2016 22:52
Jóhann Ingi Hafþórsson
Víkinni
Milos: Vont fyrir veskið mitt - Þeir fá pizzu ef þeir halda hreinu
Milos var heldur betur kátur með þrjú stig í kvöld.
Milos var heldur betur kátur með þrjú stig í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var heldur betur í góðu skapi eftir 1-0 sigur á KR í Fossvogi í kvöld.

Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins, í fyrri hálfleik og með góðum varnarleik og markvörslu, dugði það til.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 KR

„Ég er mjög ánægður með þrjú stig, ekki spurning. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemi strákanna."

Milos var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld en bætti við að það væri vont fyrir veskið sitt þar sem leikmennirnir fá pizzu fyrir að halda hreinu. Claudio Ranieri, stjóri Leicester, spilaði sama leik síðasta vetur með góðum árangri.

„Þetta er vont fyrir veskið mitt því strákarnir fá alltaf pizzu ef þeir halda hreinu. Þeir héldu hreinu í síðasta leik líka svo ég skulda strákunum tvær pizzaveislur."

Milos staðfesti að Gary Martin væri á leið til Noregs en hann segist ekki ætla að fá annan framherja nema eitthvað mjög freistandi kæmi upp.

„Ég væri til í Drogba ef hann væri laus."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner