Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 25. júlí 2022 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: PSG skoraði sex í Japan
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Neymar, Lionel Messi og Kylian Mbappe komust allir á blað í stórsigri PSG gegn Gamba Osaka er liðin mættust í æfingaleik í Japan í morgun.


Fyrstu fimm mörk leiksins voru skoruð á ellefu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Fyrst kom Pablo Sarabia boltanum í netið áður en Neymar tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu. Neymar fiskaði spyrnuna sjálfur með heimsklassa leikaraskap.

Heimamenn minnkuðu muninn í kjölfarið en Nuno Mendes og Lionel Messi bættu við mörkum fyrir leikhlé. Neymar og Mbappe skoruðu svo í seinni hálfleik og urðu lokatölur 2-6.

Empoli og Udinese unnu þá einnig æfingaleiki í dag. Empoli hafði betur gegn Tyrklandsmeisturum Trabzonspor á meðan Udinese sigraði Paphos með sigurmarki frá Isaac Success.

Gamba Osaka 2 - 6 PSG
0-1 Pablo Sarabia ('28)
0-2 Neymar ('32, víti)
1-2 K. Kurokawa ('34)
1-3 Nuno Mendes ('37)
1-4 Lionel Messi ('39)
1-5 Neymar ('60) 
2-5 H. Yamami ('70)
2-6 Kylian Mbappe ('86, víti)

Empoli 1 - 0 Trabzonspor
1-0 Mattia Destro ('14)

Udinese 2 - 1 Paphos
0-1 Jairo ('18)
1-1 Lazar Samardzic ('88)
2-1 Isaac Success ('89)


Athugasemdir
banner
banner