Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   þri 25. júlí 2023 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Viktor: Sama hvert eftirnafnið er þá reyni ég að pakka honum saman
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri og Óskar Hrafn.
Orri og Óskar Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við mjög flottir heilt yfir en við erum hálfsofandi á tveimur augnablikum og lið með svona gæði refsa fyrir það," sagði Viktor Örn Margeirsson, varnarmaður Breiðabliks, eftir 0-2 tap gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Það má ekkert út af bregða þegar við erum að spila á þessu getustigi, gæðin eru það mikil."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Breiðablik spilaði á löngum köflum mjög vel í leiknum en FCK fer með með 0-2 forystu í einvíginu.

„Mér fannst við standa vel í þeim og gott betur en það, að mörgu leyti fannst mér við betri. Hvað gerir útslagið? Sofandaháttur hjá okkur og við erum 'sloppy' í tveimur augnablikum og það er of mikið. Við höfum ekki efni á því í svona leikjum. Við verðum að nýta þá sénsa sem gefast líka. Maður finnur fyrir gæðunum þeirra en mér fannst við eiga helling í þá."

Blikar lentu undir eftir tæplega mínútu og það var högg. „Það var pirrandi en það er ekki hægt að breyta neinu. Við sópum ekki skipulagi okkar undir teppið þó við fáum á okkur eitt mark. Við höldum áfram en það er alltaf pirrandi að fá á sig mark, hvort sem það er eftir nokkrar sekúndur eða nokkrar mínútur."

Mér finnst hann helvíti góður
Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafn Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, kom inn á í seinni hálfleiknum. Hvernig var fyrir Viktor, miðvörð Breiðabliks, að kljást við Orra?

„Það var gaman. Mér finnst hann helvíti góður og hann á að fá góðan séns í þessu liði. Mér fannst gaman að eiga við hann, svolítið erfiður. En ég er að spila á móti framherja og það er sama hvert eftirnafnið á honum er, þá reyni ég að pakka honum saman."

Lengst af þá spilaði Jordan Larsson fremstur hjá FCK í kvöld, en hann er líka með áhugavert eftirnafn; hann er sonur sænsku goðsagnarinnar Henrik Larsson.

„Þetta eru synir tveggja stórstjarna," sagði Viktor léttur en hann hefur trú fyrir seinni leikinn á Parken í næstu viku.

„Ég persónulega fer ekki í neinn leik nema ég hafi trú á því að ég geti unnið hann. Við ætlum að fara þangað og reyna okkar besta til að sjokkera þá og vinna. Það verður erfitt að fara á Parken en þetta var líka erfitt í kvöld. Við ætlum að gefa allt í þetta, reyna að sjokkera þá og fara áfram í þessu einvígi. Það er ekki spurning."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner